Nýtt bókasafnskerfi

Kæru bókasafnsvinir, eins og glöggir gestir bókasafna sveitarfélagsins hafa tekið eftir þá hefur ekkert nýtt efni verið skráð í Gegni frá 9. maí í ár.

Gegnir er genginn úr sér og nýtt bókasafnskerfi, Alma, að taka við

Yfirfærslan fer fram á tímabilinu 31. maí – 13. júní. Á þessum tíma verður þjónustan aðeins skert. 

Áfram verður hægt að fá lánaðar bækur og skila þeim á Selfossi en í útibúunum munum við trúlega ekki geta sett þær bækur í hillu sem verður skilað fyrr en nýja kerfið er komið í gang. 

Ekki verður heldur hægt að stofna nýja lánþega á söfnunum á þessum hálfa mánuði. En að mestu leiti verður þetta allt eins og allir velkomnir og við reynum allt sem í okkar valdi stendur til að láta þetta ganga snuðrulaust fyrir sig!