Myrkradagar á bókasafninu

Við bjóðum myrkrið og veturinn velkominn og þökkum við fyrir sumarið og uppskeruna á Myrkradögum sem hófust núna, laugardaginn 15 október. Þá föndruðu börn og fjölskyldur þeirra hrollvekjandi hrekkjavökuskraut. Föstudaginn 21. okt. Verður kvikmyndin Harry Potter og viskusteinninn með íslensku tali sýnd á Bókasafni Árborgar, Selfossi. Laugardaginn 22.október opnum við hryllingsupplifunina í Listagjánni – spennandi og ógnvænlegt! Við endum myrkradagadagskrá svo á viðburði fyrir fullorðna, þá koma til okkar spákonur sem kunna eitt og annað fyrir sér og sjá lengra og víðar en við flest. Þær verða hjá okkur fimmtudaginn 27. október og ljúka þessari vetrarhátíðardagskrá.

 

Á döfinni

  • Nýtt bókasafnskerfi

    Kæru bókasafnsvinir, eins og glöggir gestir bókasafna sveitarfélagsins hafa tekið eftir þá hefur ekkert nýtt efni verið skráð í Gegni frá 9. maí í ár. Gegnir er genginn úr sér og nýtt bókasafnskerfi, Alma, að taka við Yfirfærslan fer fram á tímabilinu 31. maí – ...

  • Sumaropnun á Selfossi 2022

  • Haust- og vetrardagskrá

  • Reddingakaffi

    Við minnum á Reddingakaffið hér á Bókasafninu á Selfossi kl. 14:00 miðvikudaginn 7. júlí. Þar fáum við að vita allt um viðgerðir og endurgerðir  Allir velkomnir!