Myrkradagar á bókasafninu

Við bjóðum myrkrið og veturinn velkominn og þökkum við fyrir sumarið og uppskeruna á Myrkradögum sem hófust núna, laugardaginn 15 október. Þá föndruðu börn og fjölskyldur þeirra hrollvekjandi hrekkjavökuskraut. Föstudaginn 21. okt. Verður kvikmyndin Harry Potter og viskusteinninn með íslensku tali sýnd á Bókasafni Árborgar, Selfossi. Laugardaginn 22.október opnum við hryllingsupplifunina í Listagjánni – spennandi og ógnvænlegt! Við endum myrkradagadagskrá svo á viðburði fyrir fullorðna, þá koma til okkar spákonur sem kunna eitt og annað fyrir sér og sjá lengra og víðar en við flest. Þær verða hjá okkur fimmtudaginn 27. október og ljúka þessari vetrarhátíðardagskrá.