Myndlistarsýning í Listagjánni

Myndlistarsýning nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands stendur nú yfir í Listagjánni. Verkin eru unnin í módeláfanga þar sem nemendur á þriðja þrepi í myndlist fengust við teikningu og túlkun á mannslíkamanum. Sýningin er opin til 30. janúar – verið velkomin!