Bókasafnið opið!

Kæru bókasafnsvinir, eins og sum ykkar kannski vita þá hefur verið lokað á hjá okkur og það er enn lengra í að framkvæmdir klárist. Hins vegar opnuðum við hálft húsið nú á laugardaginn í vesturendanum og þar er fullt af skáldsögum, barnaefni, tímaritum, ungdómsbókmenntum, ævisögum og handavinnu. Austurendinn og lesstofan eru enn lokuð en við reynum að finna allt hitt fyrir ykkur eftir því sem við mögulega getum. Heitt er á könnunni og verið kærlega velkomin 🙂