Ann-Marie sýnir málverk í Listagjánni í júlí. Hún kemur frá Lycksele, Lapplandi í Svíþjóð. Hún kynntist Íslandi 1984 þegar hún vann á Skeiðunum á Blesastöðum og í Arakoti og eignaðist góða vini á Íslandi. Hún nefnir sýninguna: Vináttan er skjólgott tré.
Í byrjun notaði hún mest blýant og vatnsliti en fór síðan í myndlistarskóla og notar nú olíu, akrýl og pastelkrít. Hún hefur sýnt tvisvar áður á samsýningum í Lycksele og var með einkasýningu í fyrra í Vindeln. Hún ásamt fleiri myndlistarmönnum stofnaði síðan Lyckselekonstnärerna/Lycksele Ateljé. Næsta sýning hennar verður í Stockholm. Sýningin stendur út júlí og er jafnframt sölusýning.
