Gussi (Gunnar Guðsteinn Gunnarsson) er fæddur í Keflavík árið 1968. Hann ólst upp að hluta til í Danmörku, flutti til Íslands 12 ára. Býr nú á Stokkseyri þar sem hann er með vinnustofu á 3. hæð í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst.
Gussi hefur verið að mála síðan 1988, hann er sjálfsmenntaður en var fystu árin undir handleiðslu föður síns, Gunnar Arnars Gunnarsson (1946-2008). Gussi hefur haldið fjölda sýninga, bæði á Íslandi og í Noregi. Frekari upplýsingar um Gussa er hægt að finna á https://www.facebook.com/Gussiart Myndin í glugga bókasafnsins er merkt GGG en þannig merkti Gussi myndir sínar fyrstu árin en breytti því í Gussi, sem hefur verið gælunafn hans síðan í barnæsku. Málverkin á þessari sýningu hafa ekki verið sýnd áður og eru flest í einkaeign, skúlptúrar eru nýjir og geta áhugasamir haft samband við Gussa í síma 844-5545 eða gussi1968@gmail.com