Rithöfundurinn Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler (2016). Í bókinni leitar Halldóra á nýjar slóðir bæði í efnistökum og stíl, og veitir meðal annars innsýn í viðfangsefni sem sjaldan er fjallað um í íslenskum bókmenntum, ástarlíf eldra fólks. Bókin veltir upp áhugaverðri spurningum sem sjaldan er orðuð: Hvenær erum við of gömul til að verða ástfangin? Annað mikilvægt efni bókarinnar er rofið milli kynslóða. En Tvöfalt gler fjallar öðrum þræði um hvernig kynslóðirnar hafa einangrast hver frá annarri og bernskan og ellin orðið út undan í samfélaginu.