You are currently viewing Þetta vilja börnin sjá

Þetta vilja börnin sjá

Búið er að setja upp sýninguna Þetta vilja börnin sjá sem er farandsýning frá Gerðubergi. Vegna stærðar sinnar dreifist hún bæði í barnadeildina og í Listagjánni. Þetta vilja börnin sjá! er sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum íslenskum barnabókum og hefur slík sýning verið haldin árlega í Gerðubergi frá árinu 2002. Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.  Dómnefnd velur eina bók og voru úrslitin kunngerð í Gerðubergi við opnun sýningarinnar.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

hlaut Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin 2011

fyrir myndlýsingar í bókinni  Hávamál  sem Þórarinn Eldjárn endurorti.

Forlagið – Mál og menning gefur bókina út.