Tækjaforritun fyrir börn 8-12 ára.

Laugardaginn 17. nóvember, frá klukkan 11:30 til 13:30, býður Bókasafn Árborgar – Selfossi krökkum á aldrinum 8-12 ára að koma og taka þátt í Micro:bit tækjaforritun. Námskeiðið er unnið í samvinnu við https://www.facebook.com/SkemaEducation/ og er sambærilegt við makey makey forritunarnámskeiðið sem boðið var uppá í tengslum við Vor í Árborg í apríl.

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra, með einföldu kubbaforritunarmáli, að láta Micro:bit tækið bregðast við áreiti. Meðal annars með því að hrista og smella á takka á tækinu. Það er hægt að tengja Micro:bit við iPad og forrita það. 

Frábært tækifæri fyrir alla krakka á aldrinum 8-12 ára að fikta í forritun og læra um leið spennandi tækni og hvað hægt er að skapa með henni.

Þátttaka er ókeypis og allir krakkar á aldrinum 8 til 12 ára eru velkomnir.