Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. – 5. bekk grunnskólanna.
Í sumar ætlum við að einbeita okkur að lestri bóka eftir Þorgrím Þráinsson og Sigrúnu Eldjárn og fáum til okkar sýninguna Þetta vilja börnin sjá! sem er sýning á 30 myndskreytingum íslenskra barnabóka sem komu út í fyrra.
Sumarlesturinn hefur verið kynntur í grunnskólum Árborgar í 3. – 5. bekk en einnig er hægt að sækja um þátttöku með umsóknarblöðum sem liggja frammi á Bókasafni Árborgar á Selfossi eða senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@arborg.is
Sumarlesturinn stendur yfir allan júnímánuð, skráningu lýkur 8. júní og fjörið hefst þriðjudaginn 9. júní kl. 13.00 fyrir báða hópana.
Þriðjudaginn 9. júní kl. 13:30 kemur Þorgrímur Þráinsson í heimsókn til okkar og þar með hefst sumarlesturinn 2015.
ATHUGIÐ að báðir hópar mæta í fyrsta sinn þriðjudaginn 9. júní kl. 13.00!
Krakkarnir mæta síðan á þriðjudögum í júní klukkan 11:00 eða klukkan 13:00 eftir því hvað hentar.
Eitthvað skemmtilegt verður á boðstólum fyrir krakkana alla þriðjudaga í júní, þeim er skipt upp í tvo hópa, annan fyrir hádegi og hinn eftir hádegi eftir því hvað hentar.
Sumarlesturinn kostar ekki neitt og öll börn í 3.-5. bekk grunnskólanna eru velkomin. Með þátttöku í sumarlestri er stuðlað að því að börn hætti ekki að lesa í sumarfríinu heldur haldi þeirri lestrarfærni sem unnist hefur yfir vetrartímann og auki enn frekar við færni sína með skemmtilestri á sumrin.
LESTUR ER BESTUR – LÍKA Á SUMRIN
Skráning: Hægt er að skrá barn/börn í sumarlesturinn á bókasafninu á viðeigandi eyðublöðum eða senda okkur tölvupóst á afgreidsla@arborg.is með eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn barns
- Kennitala barns
- Heimilisfang
- Heimasíma/gsm
- Nafn og síma forráðamanns.