Vorsýning Bókasafns Árborgar á Vori í Árborg verður tileinkuð Sumardeginum fyrsta, þennan fallega sið að bjóða sumarið velkomið á undan vorinu. Hið árlega Teboð verður haldið laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Tónlist, te, sonnettur og sögur.
Nú biðlum við til ykkar kæru lánþegar að lána okkur skemmtilegar myndir teknar á Sumardaginn fyrsta, saga má gjarnan fylgja myndunum. Shakespeare á 450 ára afmæli þennan dag og fær sinn sess á sýningunni.
Hápunktur sýningarinnar verður hið árlega Teboð sem nú verður í anda Sumardagsins fyrsta, sumarlegir kjólar og hattar. Konur verða í aðalhlutverki og fá að sitja við háborðið meðan karlmennirnir verða á kantinum og fylgjast með. Komdu með fallegan tebolla og fáðu aðgöngumiða og sæti í teboðið.