Stjórn Kaupfélags Árnesinga er að semja við Guðjón Friðriksson um ritun samvinnusögu Suðurlands eða öllu heldur sögu kaupfélaganna á Suðurlandi. Guðjón skrifað m.a. sögu Faxaflóahafna, ævisögu Hannesar Hafstein, Reykjavík bernsku minnar, sögu Reykjavíkur, um forsetatíð Ólafs Ragnars og sögu Jónasar frá Hriflu og er þá bara fátt eitt talið.
Þetta er verk sem mun taka nokkur ár og við fögnum því að fá svo vel hæfan mann til verksins. Stjórn Kaupfélagsins og Guðjón munu skrifa undir samninginn á Bókasafni Árborgar, bæði vegna tengsla hússins við KÁ og bókarritunarinnar, kl. 16:00 miðvikudaginn 5 ágúst.