
Skráning í Sumarlestur 2021 er hafin, á hverju ári er nýtt þema og að þessu sinni er það Astrid Lindgren! Hægt er að fá þátttökublað í afgreiðslu Bókasafnsins eða með því að senda tölvupóst á afgreidsla (hjá) arborg.is með nafni og kennitölu barnsins og nafni og símanúmeri forráðamanns og hvort mæting sé kl. 11 eða kl. 13. Hlökkum til að sjá ykkur!