Eins og undanfarin ár tekur Bókasafn Árborgar Selfossi á móti jólagjöfum sem úthlutað verður til styrkþega Sjóðsins góða. Sjóðurinn góði úthlutar jólagjöfum til hjálpar þeim sem eiga í fjárhagserfiðleikum
Á Bókasafninu er hægt að fá heimasaumaða jólapoka fyrir gjafirnar fyrir þá sem vilja. Pokarnir kosta 300 kr. sem einnig renna í Sjóðinn góða.
Merkimiðar eru við jólatréð. Síðasti skiladagur jólagjafa er föstudagurinn 13. desember