Guðlaugur Arason eða Garason sýnir Álfabækur í Listagjánni. Þetta eru agnarsmáar bækur og rit sem er raðað á heimilislegan hátt í smáar bókahillur. Hvert myndverk er heimur útaf fyrir sig og þar má finna bækur vel þekktar íslenskar sem erlendar. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins fram að jólum og er jafnframt sölusýning.
