Í Rafbókasafninu er úrval raf- og hljóðbóka á erlendum tungumálum. Flestar bækurnar eru á ensku en ráðgert er að í framtíðinni verði einnig hægt að fá íslenskt efni lánað.
- Þú getur valið hvort þú færð bók að láni í 7, 14 eða 21 dag.
- Þú getur haft 5 bækur að láni í einu og sett inn 7 frátektir.
- Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr.
Skráning í Rafbókasafnið:
Farðu inn á vef Rafbókasafnsins: Rafbókasafnið (opið frá 1. júní)
Þú þarft gilt bókasafnskort og PIN-nr hjá aðildarsafni.
Þú skráir þig inn í safnið með strikanúmeri á bókasafnskortinu.
Viljir þú lesa eða hlusta án þess að vera nettengd/ur þarf að sækja Overdrive appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.
Overdrive appið: Sækið appið í App Store, Google Play og Windows Store.
Sækið Rafbókasafnið í “Add a Library”.
Skráið ykkur inn með strikanúmeri og PIN-númeri.
Lesbretti: Eingöngu er stuðningur við lesbretti sem nota e-Pub formið. EKKI hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins á Kindle, að Kindle fire undanskildu. Stofna þarf Adobe ID-aðgang og sækja forritið Adobe Digital Editions ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti.