Ólafur Th Ólafsson sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Listagjánni í október. Ólafur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Selfossi og í Reykjavík. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og er jafnframt sölusýning.
