Rakel Sif Ragnarsdóttir sýnir í Listagjánni í september. Rakel Sif er BA í Listfræði frá HÍ. Þetta er þriðja einkasýning hennar en einnig hefur hún tekið þátt í tveimur samsýningum. Þetta eru allt verk unnin með akrýl á striga. Rakel Sif er einnig starfsmaður Bókasafns Árborgar og hefur séð um skreytingar fyrir safnið. Sýningin stendur út september og er jafnframt sölusýning.
