Myndlistarmaðurinn Davíð Art Sigurðsson hefur opnað málverkasýningu í Listagjánni á Bókasafni Árborgar, Selfossi.
Sýningin, sem ber yfirskriftina „Ég vitja þín þegar vorar“, samanstendur af nýjum og nýlegum verkum, bæði abstrakt- og landslagsmálverkum.
Á síðasta ári voru liðin 20 ár síðan Davíð Art hélt sína fyrstu einkasýningu. Síðan þá hefur hann haldið á þriðja tug einkasýninga víðsvegar um land og erlendis, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga.
Gestir eru boðnir hjartanlega velkomnir á sýninguna á opnunartíma bókasafnsins, en Davíð Art verður á staðnum á laugardögum, milli kl. 12 og 14, út marsmánuð.
