Margrét Sigursteinsdóttir sýnir skart og tölur unnið úr hrúta og hreindýrahornum sem hún nefnir hrútagull. Dóttir hennar Hildur Sumarliðadóttir nemi í Listaháskóla Íslands í fatahönnun. Hún sýnir úr barnafatalínu sinni Happy Face en hún er unnin í samstarfi við myndlistarkonuna Línu Rut. Hún sýnir einnig sokkalínu undir merkinu Mrs Sommer.
