Vorsýning Bókasafns Árborgar Selfossi er afar rómantísk, listútsaumur í þæfðan lopa eftir listakonuna Hörpu Jónsdóttur. Hún hefur meðal annars sýnt áður í Þjóðminjasafninu og Handverki og hönnun í Ráðhúsinu. Hægt er að skoða handverk hennar hér . Harpa er búsett í Vík í Mýrdal.
Jane Austen hennar líf og munir tengdir þessu rómantíska tímabili fær að fléttast inn í sýningu Hörpu. Þetta er sýning sem vindur upp á sig og mun ná hámarki á Vori í Árborg með Teboði þann 19. maí sem verður nánar auglýst síðar. Jane Austen fær að flæða niður í Listagjánna en þar er að finna sitthvað um ævi hennar og störf.