Við ætlum að gera tilraun með heimsendingarþjónustu þessa daga meðan safnið þarf að loka.
Þið veljið ykkur bækur, svo hringið þið í okkur í síma 480-1980 milli kl. 10:00 og 18:00 alla virka daga eða sendið póst á afgreidsla@arborg.is og segið okkur hvað þið viljið fá. Í póstinum þarf að koma fram nafn númer á bókasafnskorti eða kennitala ásamt með heimilisfangi sem þið viljið fá sent á og símanúmer.
Bækur verða keyrðar út einu sinni á dag. Bókapoki verður hengdur á hurðarhúninn, við látum ykkur vita með því að hringja bjöllunni eða banka og veifum ykkur úr öruggri fjarlægð þegar þið opnið. Eða þið getið bankað á rúðuna hjá okkur ef þið eruð hér fyrir utan og við setjum pokann út fyrir.
Engar sektir munu reiknast meðan á lokun stendur og við minnum á að skilalúgan á safninu á Selfossi er alltaf opin.
Endilega hafið þið samband í 480-1980 eða afgreidsla@arborg.is. ef eitthvað er óljóst. Og við minnum á að setja „like“ á facebook siðuna okkar til að fá fréttir af breytingum um leið og þær verða.
Kær kveðja Bókasafnsdömurnar.
p.s.
Ef ykkur vantar hugmyndir að góðum bókum þá er tilvalið að fletta bókalistunum sem eru á heimasíðu bókasafnsins: bokasafn.arborg.is og/eða bókatíðindum undanfarinna ára (þau eru á vefnum og auðvelt að googla þeim) eða fara inn á „bókagull“ sem er facebook hópur þar sem fólk skiptist á skoðunum um bækur.
p.p.s. ef þið viljið einfalda okkur lífið getið þið athugað á leitir.is hvort bókin sem ykkur langar í er inni.