You are currently viewing Lógó í Listagjánni

Lógó í Listagjánni

Nú stendur yfir í Listagjánni sýning Arnar Guðnasonar á lógóum eða merkjum.

Örn er lærður grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og samanstendur sýningin af 40 lógóum sem hann hefur hannað á ríflega 30 ára tímabili. Mörg þeirra lógóa sem sjá má á sýningunni eru enn í notkun þó önnur séu það ekki því í einhverjum tilfellum hafa fyrirtæki lagt niður starfsemi sína eða sameinast öðrum og er ekki síður gaman að skoða þau lógó og rifja upp gamla tíma.

Örn hefur, meðal annars, hannað lógó fyrir íþrótta- og ungmennafélög en einnig má á sýningunni finna hönnun hans fyrir önnur samtök, fyrirtæki og einstaklinga.

Skemmtileg sýning hjá okkur í Listagjánni á þróun síðastliðinna þrjátíu ára í merkjahönnun sem við hvetjum alla til að koma og skoða.

DSC05529