Listsköpun og harmonikkutónlist

Í Listagjánni stendur nú yfir ævintýraleg sýning Sólrúnar Bjarkar á olíumyndum. Sólrún er sunnlendingum að góðu kunn, hún er uppalin hér á Selfossi og hefur kennt víða um Suðurland við góðan orðstír.

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi stendur nú yfir og ætlar hún Sólrún að fagna með okkur með því að mála nýtt málverk í Listagjánni þar sem gestir og gangandi geta fylgst með. Hún verður yfir sýningunni sinni föstudaginn 7. ágúst frá 13-18 og laugardag 8 ágúst frá 11- 14  og á laugardaginn fáum við ljúfa harmonikkutóna frá kl. 13-14.

Hjartanlega velkomin á Bókasafnið.

sólrún björk 001 (3) sólrún björk