Listagjá

Jón Ingi Sigurmundsson er listamaður desembermánaðar hjá okkur í Listagjánni.

Jón Ingi er fæddur á Eyrarbakka árið 1934. Hann er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og einnig er hann félagi í Norræna Vatnslitafélaginu. Það er gaman að geta þess að Jón Ingi tekur nú þátt í samsýningu félagsins í Norræna húsinu en sú sýning opnaði þann 11. nóvember síðastliðinn og stendur enn yfir. Jón Ingi sýnir einnig í móttökusal Hótel Selfoss.

Myndir Jóns Inga í Listagjánni koma víða frá en eiga það allar sameiginlegt að vera málaðar með vatnslitum en hér á landi mun ekki vera algengt að haldnar séu sýningar eingöngu með vatnslitaverkum.

Aðgangur á sýningu Jóns Inga í Listagjánni er ókeypis og við hvetjum ykkkur til að gera hlé á amstri dagsins og kíkja til okkar í kjallarann og skoða fallegar myndir.