
Það var líf og fjör þegar sumarlestrinum hófst hjá okkur í bókasafninu í síðustu viku. Þorgrímur Þráinsson kom til okkar og las upp úr nokkrum bóka sinna fyrir þau ríflega 60 börn sem mættu á svæðið. Það mátti heyra saumnál detta á meðan Þorgrímur las og rúsínan í pylsuendanum var að hann leyfði okkur líka að heyra kafla úr nýjustu bók sinni sem verður gefin út síðar á þessu ári. Að lestrinum loknum sköpuðust líflegar umræðum um efni bókanna og allir skemmtu sér konunglega. Að lokum var dregið í happadrætti vikunnar og allir fóru sáttir heim.



