You are currently viewing Leshringur Bókasafns Árborgar

Leshringur Bókasafns Árborgar

Leshringurinn er öllum opinn og við hittumst á lesstofu bókasafnsins annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17:15. Við áttum skemmtilegan fund á fimmtudaginn var. Það voru deildar meiningar um bókina „Ljóðsmóðir af guðs náð“ og það er alltaf gaman. Næst lesum við „Hrafninn“ eftir Vilborgu Davíðsdóttur og við ætlum líka að lesa bókina „Skæri, blað, steinn“ eftir danska rithöfundinn Naja Marie Aidt sem ólst upp að hluta til á Grænlandi og fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásögusafnið „Bavíani“. Við ákváðum líka að lesa Steinunni Sigurðardóttur sem rithöfund, þ.e. þá velur hver og einn bók eftir hana sem honum líst best á. Fleiri uppástungur komu eins og Svava Jakobsdóttir sem er mikið í umræðunni núna og bókin „Sögusafn bóksalans“ eftir Gabrielle Zevin. Að lokum viljum við minna á að Lína langsokkur fæddist í nóvember 1945 og verður 70 ára í næsta mánuði – bara ef ykkur vantar tilefni til að halda upp á nóvember!