Handverkssýning Arnheiðar Jónsdóttur sem var í Listagjánni, hefur nú verið færð upp í útlánssalinn. Hún hefur verið í útskurðarnámi hjá Þuríði Blöku Gísladóttur frá árinu 2004. Einnig hefur hún lært undirstöðuatriði í glerlist hjá Hilmu Marínósdóttur. Tvö undanfarin ár hefur Arnheiður eingöngu sinnt tréskurði og sérhæft sig nokkuð í fleygskurði, einkum á krossum. Hún hefur tekið þátt í vorsýningum eldri borgara á Selfossi frá árinu 2005 en þetta er fyrsta einkasýning hennar.
