Afar vel heppnað kaffiboð í anda Guðrúnar frá Lundi var haldið laugardaginn 11. maí. Konur fjölmenntu og þónokkrar í íslenska búningnum, karlar voru einnig duglegir að mæta. Mjög skemmtilegur dagur, með fjölbreyttum og skemmtilegum erindum. Tveir félagar úr Harmonikkufélagi Suðurlands spiluðu á milli atriða og bjuggu til notalega stemmningu.
