Nú er komið að hinu árlega kaffiboði/teboði á bókasafninu. Kvenfélag Selfoss ætlar að leggja okkur lið þetta árið og sjá um dagskrá helgaða 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og sjá um veitingarnar líka. Við munum ganga „til fundar við formæður“ eins og dagskráin heitir og heiðra þessar yndislegu, baráttuglöðu og öflugu konur sem bjuggu okkur líf og ljós sem þeim hefði ekki getað dreymt um fyrir 100 árum. Við mætum í okkar fínasta pússi og gaman væri ef þið sem eigið þjóðbúning vilduð skarta honum á þessum degi. Að venju mætum við með fínasta bollann okkar og kökudiskinn og gleðjumst saman í boðinu kl. 14