Í Listagjánni á Selfossi er ný sýning á verkum eftir Jón Magna Ólafsson. Jón Magni Ólafsson er fæddur í Reykjavík 1943. Hann er mjólkurfræðingur að mennt og búsettur á Selfossi. Hann hefur í gegnum tíðina teiknað mikið og hin síðari ár einnig málað með olíulitum. Magni hefur sótt nokkur námskeið í málun og teikningu og var um tíma félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Hann hefur haldið nokkrar sýningar bæði einn og með öðrum. Verkin eru unnin með olíu og krít. Fleiri verk eru til sýnis í Strikinu fataverslun, Austurvegi 69. Hægt er að ná í Magna í síma 864 1953 eða á netfanginu sirrym@simnet.is
