Það var heldur betur jólalegt hjá okkur á Bókasafninu í morgun þegar félagar í Harmonikkufélaginu komu í heimsókn og spiluðu nokkur jólalög fyrir gesti og gangandi.

Það var meira að segja svo gaman hjá okkur að annar starfsmaðurinn á vaktinni brast í dans með einum af viðskiptavinunum en því miður náðist ekki mynd af því 🙂
Þá var ekki síður jólalegt hjá okkur um daginn þegar Upprisukórinn kom í sína árlegu jólaheimsókn og söng falleg jólalög.

