Hvalir og bækur.
Bókasafnið í Árborg hefur alltaf haft plastpoka á lager þar sem við getum ekki sent fólk út í rigningu með fínu bækurnar okkar sem okkur þykir svo vænt um. Okkur þykir hinsvegar líka vænt um hvali og fugla, sjóinn og náttúruna alla og eigum erfitt með staðreyndir sem unga fólkið okkar er að kynna okkur í skólaverkefnunum sínum þar sem kemur fram að hver plastpoki hefur c.a. 20.mín notaglidi þ.e. á leið úr búðinni (bókasafninu) og heim svo verður hann rusl eða heldur utanum rusl og það tekur jörðina fleiri hundruð ár að losna við hann.
Svo nú ætlum við að biðja ykkur sem eigið hreina og fína plastpoka heima sem þið getið ekki notað í annað, að koma með þá til okkar og við bjóðum kúnnunum okkar að endurnýta poka. Er það ekki brilljant? Við ræddum þetta við fyrirtæki hér í bænum, VISS sem við vissum að saumar taupoka og þau ætla að láta okkur hafa slíka gæðagripi sem við getum selt fyrir þau á vægu verði þannig hljótum við í sameinnigu að geta minnkað plast-notkunina hjá okkur um a.m.k. helming – haldið þið það ekki?