Sólveig Friðrikka Lúðvíksdóttir eða Rikka Lú eins og við köllum hana opnaði sína fyrstu einkasýningu hjá okkur í Listagjánni þann 2. október síðastliðinn en hingað til hefur hún tekið þátt í samsýningum og handverkssýningum víða um land.
Sýningin, sem nefnist Himinn og jörð, samanstendur af akríl-, olíu- og vatnslitamyndum sem unnar eru með blandaðri tækni og sem dæmi má nefna að í sumar myndirnar eru notaðar innsetningar og blaðgull.
Listaáhuginn hefur blundað hjá Rikku í mörg ár en það var svo fyrir tíu árum sem hún fór að vinna að myndlistinni fyrir alvöru. Rikka er stöðugt að þróa sig í listsköpuninni með sköpunargleðina að leiðarljósi.
Hvetjum alla til að koma og skoða myndirnar hennar Rikku og hlökkum til að sjá ykkur 🙂
