Gussi (Gunnar Guðsteinn Gunnarsson) er fæddur í Keflavík árið 1968. Býr nú á Stokkseyri þar sem hann er með vinnustofu á 3. hæð í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst. Yfirskrift sýningarinnar er: Hin ýmsu andlit.
Málverkin á þessari sýningu hafa ekki verið sýnd áður og eru flest í einkaeign, skúlptúrar eru nýjir og geta áhugasamir haft samband við Gussa í síma 844-5545 eða gussi1968@gmail.com
