Sigurfinnur Sigurðsson sýnir hvað dunda má við, sér til afþreyingar, eftir að komið er á efri ár. Hann sýnir tréutskurð í Listagjánni en hann er komin á níræðisaldur og byrjaði að skera út fyrir 5 árum. Hann er ættaður frá Birtingarholti í Hrunamannahreppi. Mjög skemmtileg sýning á fjölbreyttum útskurðarverkum.
Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins 10-18 virka daga og 11-14 á laugardögum.
