Árlegum Sumarlestri lauk með hinum árvissa ratleik. Mikil spenna og gleði í krökkunum sem hlupu út um allt safnið og í næsta nágrenni. Krakkarnir hafa verið dugleg að lesa meðan á tímabilinu stóð og vonum við sannarlega að þau haldi því áfram. Takk fyrir skemmtilega samveru krakkar!
