You are currently viewing Fanndís sýnir muni úr gleri og keramiki

Fanndís sýnir muni úr gleri og keramiki

Fanndís Huld Valdimarsdóttir er fjölhæf listakona sem hefur unun af gömlu handverki og siðum. Keramik, glerperlugerð og glerblástur eru með elstu listformum sem finnast og blandar Fanndís þeim gjarnan saman við önnur listform. Fanndís hefur numið list sína víða, meðan annars var hún við nám á árunum 2006-2009 í glerblæstri við Riksglasskolan Orrefors í Svíþjóð og hefur hún sótt námskeið hjá Danmark Design og hjá Rebeccu Heap í Svíþjóð. Fanndís er með verkstæði í gömlu mjólkurhúsi á Brúnastöðum í Flóahreppi.

Frekari upplýsingar um listakonuna er að finna á www.fanndis.com og á fésbókarsíðu undir hennar nafni.

Sýningin er í aðalsal bókasafnsins og stendur frá 24. mars til 23. apríl.