Í tilefni af degi leikskólans 6.febrúar fóru leikskólabörn frá Árbæ í gönguferð að Bókasafni Árborgar á Selfossi og sungu nokkur lög á tröppunum fyrir framan safnið. Börnin gengu fylktu liði að bókasafninu ásamt kennurum með stóran fána sem á stóð „Árbær er frábær“. Börnin sungu síðan fyrir gesti en gangandi vegfarendur og einhverjir foreldrar stoppuðu til að hlusta á börnin.
