Bryndís Arnardóttir sýnir ljósmyndir í Listagjánni í ágúst. Bryndís er íþróttakennari að mennt og er að ljúka námi í Ljósmyndaskólanum. Sýningin nefnist Gleði og er af sundfólki íþróttafélagsins Suðra.
Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið og er jafnframt sölusýning.
