Í dag áskotnaðist Bókasafni Árborgar á Selfossi fyrsti bókaskápur UMF Samhyggðar í Gaulverjabæjarhreppi til varðveislu. Skápinn smíðaði Einar Einarsson bóndi í Brandshúsum um 1909. Það voru bræðurnir frá Galtastöðum, þeir Sigurjón Þór og Árni Sverrir Erlingssynir sem ásamt Hergeiri Kristgeirssyni frá Gerðum ákváðu á vordögum 2017 að gera skápinn upp. Verkið vann Árni Sverrir og Ágúst Morthens málaði hann í upprunalegum lit.
Bókasafn Árborgar kann þeim bestu þakkir fyrir.
