Stofnfundur Bókabæjanna austanfjalls verður laugardaginn 27. september kl. 14.00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjori. Kynning á verkefninu, tónlist og fleira. Veitingar í boði bókabæjanna. Allir velkomnir.

Hjördís Þorfinnsdóttir við nýja bókahúsið við Grenigrund.