Við fengum góða heimsókn í Sumarlesturinn en Bastían bæjarfógeti kom við og spjallaði við krakkana um leiklist og verk Thorbjörns Egners. Ýmislegt skemmtilegt bar á góma. Við sungum saman vísur úr Kardemommubænum og óvæntur sönghópur steig á stokk og söng úr söngleiknum Mary Poppins. Næst er síðasta skiptið í Sumarlestrinum en þá verður hinn árlegi ratleikur.
