You are currently viewing Safnið sem óx – fjölskyldusmiðja

Safnið sem óx – fjölskyldusmiðja

SAFNIÐ SEM ÓX er lifandi fjölskyldusmiðja þar sem börn og fullorðnir leika sér með texta og teikningar og búa til litlar bækur. Smám saman mun lítið bókasafn vaxa inni í stóra bókasafninu.

Lóa H. Hjálmtýsdóttir (myndasöguhöfundur, myndlistarmaður og rithöfundur) stýrir smiðjunni.

Lóa á sér myndasögusjálf sem hún kallar Lóaboratoríum og vinnur við að rannsaka mannlega hegðun án þess að komast að niðurstöðu.
Frá árinu 2005 hefur Lóa sungið og samið tónlist með hljómsveitinni FM Belfast. Lóa er höfundur bókanna Grísafjörður og Mamma Kaka.

Frítt er á viðburðinn og öll eru hjartanlega velkomin.