Dimmalimm á Bókasafni Árborgar, Selfossi.

Dimmalimm eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar í rómaðri uppsetningu Kómedíuleikhússins á Bókasafni Árborgar, Selfossi.

Laugardaginn 26. apríl, kl. 11:00.

Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.

Dimmalimm er fallegt brúðuleikrit sem hentar börnum á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Sýningartími: 35 mín