Kókó kóngur er útskriftarstóll 6 ára barna í leikskólanum Jötunheimum. Þau unnu saman í tvær vikur í maí og breyttu stól í tröll, aðallega með greinum, dagblöðum og jólapappír. Hugmyndin kemur frá indverska listamanninum Baniprosono sem haldið hefur listasmiðjur fyrir börn og fullorðna og kynnt sinn ,,pappírs undraheim“ í nokkrum heimsóknum sínum til Íslands.