- This event has passed.
Yrsa Þöll Gylfadóttir
nóvember 25, 2023 @ 11:00 - 12:00
Yrsa skrifar bækurnar í seríunni Bekkurinn minn ásamt Iðunni Örnu myndhöfundi, sem Bókabeitan gefur út, sem þið kannist mögulega við. Nýjasta bókin heitir Bumba er best! og er sú sjöunda í röðinni. Hún fjallar um Óðin, sem er fremur langt niðri vegna þess að snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans óttast að þau verði að losa sig við heimilisköttinn Bumbu vegna ofnæmis nýfæddrar systur hans.
Bækurnar eru hugsaðar fyrir 5-10 ára lesendur undir yfirskriftinni „létt að lesa“, en eru þrátt fyrir það mjög spennandi og innihaldsríkar og hafa fengið dásamlegar viðtökur hjá bæði börnum, foreldrum og fagfólki í skólum og söfnum víðs vegar um land. Í vor hlutu þær Yrsa og Iðunn sérstaka viðurkenningu frá Barnabókaverðlaunum Reykjavíkurborgar fyrir mikilvæga vinnu í þágu lestrarmenningar barna á Íslandi.