Þátttaka í upplestri á barnabókahátíð í dag fór fram úr björtustu vonum okkar á bókasafninu og gleðin skein úr hverju andliti, þegar Sigrún Eldjárn kom og las úr nýjustu bók sinni, sem kemur út í næstu viku, ásamt því að kynna eldri bækur sínar fyrir börnunum. Það er ljóst að enginn verður svikinn af lestri bókar eftir Sigrúnu – enda runnu þær út eins og heitar lummur eftir að hún var farin frá okkur.
Það voru ánægð börn sem skottuðust heim með bók eftir Sigrúnu og blöðru frá Bókabæjum austanfjalls.