Gísli Sigurðsson er fæddur 1931 í Vestmannaeyjum. Hann tók stúdentspróf frá MR 1954 og hélt síðan til Vínarborgar og nam þar efnafræði við Technische Hochschule. Eftir heimkomuna starfaði hann sem kennari í Gagnfæðaskóla Selfoss og Fjölbrautarskóla Suðurlands í 40 ár. Hann hóf snemma að teikna og mála, aðallega teikna. Í Vínarborg komst hann í kynni við teppagerð og hefur búið til þó nokkur teppi þar sem saman fer ull, viður og málmur. Á seinni árum hefur hann frekar snúið sér að málverkinu, fyrst pastel en síðan olíunni. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og verður nú með sýningu á málverkum og teikningum í Listagjánni. Sýningin opnar á sumardaginn fyrsta, 23. apríl.